á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Ja hérna, núna er ég bara akktiv. Tveir dagar í röð. Við Gústi fórum í bæinn í dag sem gerist stundum að við gerum saman. Eftir að hafa keypt í matinn og eins og eina sundskýlu með honum Bubba, þá lá leiðin niður á göngugötu að skoða. Við vorum líka að verða svolítið svöng og fórum á Eydes. Axel og Ólöf komu þanngað að hitta og okkur og við Ólöf ákáðum að kíkja í nýju nærfatabúðina sem var verið að opna á móti Eydes. Það voru svo góð tilboð í gangi... brjóstahaldarar á 30 kr. enda var röð út, og í gær þá handlegsbrotnaði kona í röðinni. Það var nú samt allt í lagi að standa í röð það var nefnilega boðið upp á bjór, gos vatn eða rauðvín. Ég keypti samt ekki neitt, þarna inni. Við Gústi vorum nefnilega líka í bænum á miðvikudaginn og fórum inn í Elgiganten (Elko þeirra dana), þar vorum við nefnilega búin að sjá svolítið sniðugt sem okkur langaði í. Gústi er líka búinn að vera tala um hvað honum langar í þetta lengi. Þannig í dag létum við þetta eftir okkur og hentum græjunum og tengdum nýja Philips heimabíó!!! Jamms og svei mér þá ef að norska Idolið sé bara skemmtilegra í öllum þessum hátölurum. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|